Project Description
Ævisaga Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands kemur út á þriðjudaginn. Bókin heitir, Kona verður forseti, en höfundur hennar er Páll Valsson. Í bókinn er sagt ítarlega frá lífi Vigdísar fyrir og eftir forsetatíð hennar, og einnig grípur hún sjálf inn í frásögnina og talar frá eigin hjarta, þar á meðal um hrunið. Kjör hennar sem forseta varð heimsfrétt en hún var brautryðjandi á mörgum sviðum; meðal annars ein fyrsta íslenska einhleypa konan sem fékk leyfi til að ættleiða barn.