Orður, nafnbætur & viðurkenningar

Þú ert hér:Forsíða > Orður, nafnbætur & viðurkenningar
Orður, nafnbætur & viðurkenningar 2019-12-18T16:31:24+00:00

2016-01-26T17:36:32+00:00

Danska Fílsorðan

(Order of the Elephant, Denmark, 1981) Danadrottning sæmdi Vigdísi orðunni í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn 25. febrúar 1981. Fílsorðan er æðsta [...]

Heiðursdoktor

Fjölmargar háskóla- og vísindastofnanir víðs vegar um heim hafa sæmt Vigdísi heiðursdoktorsnafnbót og öðrum nafnbótum fyrir störf sín:

 • 1983: Honorary distinction, Chancellerie des Universités de Paris, Frakklandi
 • 1985: Háskólinn í Grenoble, Frakklandi
 • 1987: Háskólinn í Bordeaux, Frakklandi
 • 1988: Smith College, Bandaríkjunum
 • 1989: Luther College, Bandaríkjunum
 • 1989: Háskólinn í Manitoba, Kanada
 • 1990: Háskólinn í Nottingham, Bretlandi
 • 1990: Háskólinn í Tampere, Finnlandi
 • 1990: Háskólinn í Gautaborg, Svíþjóð
 • 1991: Gashuin háskólinn í Tokyo, Japan
 • 1993: Háskólinn í Miami, Bandaríkjunum
 • 1996: St. Mary´s háskólinn í Halifax, Kanada
 • 1996: Háskólinn í Leeds, Bretlandi
 • 1997: Memorial University, St John, Nýfundnalandi, Kanada
 • 1998: Háskólinn í Guelph, Kanada
 • 2000: Háskóli Íslands, Verkfræði- og raunvísindadeild
 • 2001: Société de Géographie (Académie), Membre d’Honneur, Frakklandi
 • 2003: Paul-Valéry háskólinn í Montpellier, Frakklandi
 • 2005: Honorific Medal, Háskólinn í Barcelona, Spáni
 • 2006: Glasgow Caledonian University, Skotlandi
 • 2010: Háskóli Íslands, Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, Íslandi
 • 2016: Université Paris-Sorbonne et Université Pierre et Marie Curie, Frakklandi
 • 2019: Háskólinn á Akureyri, Heilbrigðisvísindasvið, Íslandi

Verndari

 • 1981: Bjartsýnisverðlaun Brøste
 • 1986: Krabbameinsfélag Íslands
 • Samtökin Barnaheill – Save the Children – Vigdís var stofnfélagi númer 1 í félaginu sem sett var á fót árið 1989 og varð síðar verndari samtakanna.
 • Heimsforeldrar hjá UNICEF
 • 2003: Leikminjasafn Íslands
 • 2005: Táknmál á Norðurlöndum á vegum Norðurlandaráðs
 • 2007: Geðheilbrigðisdagurinn 7. október
 • 2009: Verkefnið „Framtíðarsýn þjóðar“ hjá Hugmyndaráðuneytinu

Heiðursfélagi félagasamtaka

 • Kvenréttindafélag Íslands (1997)
 • Leikfélag Reykjavíkur (1994)
 • Samtök tungumálakennara á Íslandi (2010)
 • Félag frönskukennara (1994)
 • Félag íslenskra leikara (1996)
 • Félag leiðsögumanna
 • Skógræktarfélag Íslands (1984)
 • Krabbameinsfélag Íslands (1986)
 • Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (1994)
 • Verkfræðingafélag Íslands (1992)
 • Slysavarnarfélag Íslands
 • Société de Géographie í París
 • Zonta International
 • Þjóðræknisfélagið
 • Fondation Chirac, París
 • Félag háskólakvenna og kvenstúdenta
 • Íslensk-japanska félagið (2008)
 • Politica – Félag stjórnmálafræðinema (2004)
 • Bernskan – Íslandsdeild OMEP, alþjóðasamtaka um uppeldi ungra barna (1999)
 • Dansk-íslenska verslunarfélagið (2003)
 • Fransk-íslenska verslunarráðið (2012)

 Viðurkenningar:

 • 1986: Kjörin í Heiðursráð Krabbameinsfélagsins.
 • 1990: Women´s International Center: Living Legacy Award.
 • 1994: Sókrates-verðlaunin í Svíþjóð fyrir að standa vörð um tungu og menningu lítillar þjóðar.
 • 1996: Landgræðsluverðlaun Íslands.
 • 1996: Sókrates-verðlaunin í Svíþjóð fyrir að hvetja ungmenni til að kynnast menningu og tungu bræðraþjóða á Norðurlöndum.
 • 1997: Viðurkenning Íslenskrar málnefndar fyrir stuðning við íslenskt málræktarstarf í forsetatíð sinni.
 • 1997: Viðurkenning Clöru Lachmann og Jakobs Letterstedt í Svíþjóð fyrir að kynna norrænan menningararf erlendis.
 • 1997: Ceres-orða Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) meðal annars fyrir störf að réttindamálum minnihlutahópa og stuðning við stefnu FAO í fæðumálum jarðarbúa.
 • 1998: Mårbacka-verðlaun Selmu Lagerlöf í Svíþjóð fyrir störf að umhverfismálum.
 • 2002: Kjörin Samskiptajöfur af samtökunum International Training in Communication.
 • 2004: Þakkarviðurkenning Félags kvenna í atvinnurekstri.
 • 2007: Kjörin meðlimur Olave Baden-Powell Society fyrir stuðning stúlkna í leiðsögn og skátum.
 • 2008: Verðlaun samtakanna Ladies First International Club.
 • 2010: Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar.
 • 2011: Verðlaun Jóns Sigurðssonar.
 • 2011: Heiðurspeningur Alliance Française.
 • 2012: Blixen-verðlaunin, Danmörku.
 • 2013: Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti.
 • 2013: Tungumálaverðlaun Norðurlandanna, Noregi.
 • 2014: WIP Award for Lifetime Achievements in Female Political Empowerment sem veitt eru af Alþjóðlegum samtökum þingkvenna, Women in Parliaments Global Forum (WIP).
 • 2014: Gulllampi Blindafélags Íslands.

Sólheimar í Grímsnesi

Vigdís hefur alla tíð verið mikill velgjörðarmaður Sólheima í Grímsnesi og gaf meðal annars Sólheimum eftirstöðvar kosningasjóðs síns á sínum tíma. Við hátíðlega athöfn árið 2008 var nýtt þjónustuhús í Sólheimum nefnt Vigdísarhús henni til heiðurs. Hún opnaði húsið formlega og sr. Sigurbjörn Einarsson biskup flutti hugleiðingu og blessunarorð. Húsið er önnur af tveimur höfuðbyggingum Sólheima.

Ladies First International Club

Vigdís Finnbogadóttir tók við verðlaunum samtakanna „Ladies First International Club“ í París í desember 2008. Þetta var í fyrsta sinn sem verðlaunin voru veitt en markmið þeirra er að heiðra konur sem skarað hafa fram úr, kveikt vonarneista og verið yngri kynslóðum fyrirmynd. Í tilkynningu frá samtökunum segir að Vigdís Finnbogadóttir hafi með fjölmörgum alþjóðlegum stofnunum unnið ötullega að því að efla framþróun í menningarmálum og vísindum. Samtökin „Ladies First International Club“ voru stofnuð í þeim tilgangi að hvetja konur til aukinnar þátttöku í þjóðlífi, stjórnmálum og viðskiptum. Samtökin skipa 300 atkvæðamiklar konur frá 40 löndum.

H.C. Andersen-sendiherra fyrir læsi

Vigdís Finnbogadóttir var, ásamt Einari Má Guðmundssyni, rithöfundi, tilnefnd H.C. Andersen-sendiherra í tilefni af 200 ára ártíð ævintýraskáldsins árið 2005. Benedikta Danaprinsessa kom til Íslands og staðfesti tilnefninguna fyrir hönd Dana og H.C. Andersen-stofnunarinnar sem berst gegn ólæsi í heiminum. Hlutverk sendiherranna fólst meðal annars í að taka þátt í ýmsum viðburðum í tengslum við stórafmælið.