Nám

Þú ert hér:Forsíða > Fram að forsetatíð > Nám
Nám 2017-03-27T13:42:01+00:00

Vigdís lauk stúdentsprófi úr máladeild Menntaskólans í Reykjavík vorið 1949. Þá lá leiðin til Frakklands þar sem hún stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum, með leikbókmenntir sem sérgrein, við háskólana í Grenoble og Sorbonne í París. Þegar heim kom lagði hún stund á ensku og frönsku við Háskóla Íslands með áherslu á leikbókmenntir. Þá stundaði hún nám í uppeldis- og kennslufræðum. Síðar nam hún leiklistarsögu við Hafnarháskóla og frönsku við háskólann í Uppsölum. Árið 1970 tók Vigdís ársleyfi frá störfum og dvaldist í Frakklandi þar sem hún kynnti sér samskipti og menningartengsl Íslendinga og Frakka á 19. öld, hinni miklu skútuöld Frakka á Íslandsmiðum.