Heimildir

Þú ert hér:Forsíða > Um vefinn > Heimildir
Heimildir 2016-11-14T12:57:05+00:00

Heimilda hefur víða verið leitað, m.a. hjá forsetaskrifstofu, Svanhildi Halldórsdóttur, kosningastjóra Vigdísar, Sigríði Th. Erlendsdóttur, sagnfræðingi og vinkonu Vigdísar, Kvennasögusafni og á skjalasöfnum. Stofnun Vigdísar hefur látið í té upplýsingar og myndefni. Auk þess hefur Gunnar Vigfússon, ljósmyndari, góðfúslega veitt leyfi sitt fyrir notkun mynda sem hann tók í forsetatíð Vigdísar sem og myndlistarkonurnar Arngunnur Ýr Gylfadóttir og Guðrún Einarsdóttir fyrir notkun listaverka á síðunni. Erla Sigurðardóttir og Rósa Erlingsdóttir söfnuðu efni að fyrstu gerð vefjarins og settu hann saman en síðan hafa aðrir komið að endurskoðun hans, m.a. Steinunn Stefánsdóttir, Þóra Kristín Jónsdóttir og Valgerður Jónasdóttir.

Allar góðar ábendingar og upplýsingar sem gagnast geta vefnum, óskast sendar á netfangið info@vigdis.is.

Bækur um Vigdísi Finnbogadóttur

  • Vigdís. Kona verður forseti. Páll Valsson. JPV útgáfa. Reykjavík 2009.
  • Frau Präsident – Eine isländische Biografie. Páll Valsson. Angela Schamberger þýddi. Orlanda, 2011.
  • Ein á forsetavakt – Dagar í lífi Vigdísar Finnbogadóttur. Steinunn Sigurðardóttir. Iðunn, Reykjavík 1988.
  • Vigdís forseti – Kjör hennar og fyrsta ár í embætti. Guðjón Friðriksson og Gunnar Elísson tóku saman. Bókaútgáfan Örn & Örlygur, Reykjavík 1980, aukin og endurbætt útgáfa 1981.
  • President VIGDÍS – Her Election and First Year in Office. Compiled by Gudjón Friðriksson and Gunnar Elísson. Örn & Örlygur, Reykjavik 1980, aukin og endurbætt útgáfa 1981.

Þá hafa fjölmargar greinar og bókarkaflar birst um Vigdísi og störf hennar víða um heim.