Stórkross og keðja konunglegu norsku orðu heilags Ólafs

2016-01-26T17:34:32+00:00

(Dame Grand Cross with Collar of the Royal Norwegian Order of St. Olav, Norway, 1981) Vigdís fór í opinbera heimsókn til Noregs þann 21. október 1981. Ólafur V Noregskonungur sæmdi Vigdísi þessari orðu við hátíðlega athöfn í konungshöllinni í Osló.

Keðja sænsku Serafim orðunnar

2016-01-26T17:35:18+00:00

(Collar of the Royal Order of the Seraphim, Sweden, 1981) Karl Gustav Svíakonungur sæmdi Vigdísi orðunni í móttökuathöfn í konungshöllinni í Stokkhólmi þann 26. október 1981.

Danska Fílsorðan

2016-01-26T17:36:32+00:00

(Order of the Elephant, Denmark, 1981) Danadrottning sæmdi Vigdísi orðunni í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn 25. febrúar 1981. Fílsorðan er æðsta heiðursmerki sem drottning Dana veitir. Hana bera einungis þjóðhöfðingjar, en einnig hefur hún verið veitt vísindamanninum Niels Bohr,  A.C. Hansen, stofnanda Austur-Asíufélagsins, og skipajöfursins Arnold Mærsk Mc-Kinney Møller.

Load More Posts