Stórkross í sérflokki þýsku Verdienst orðunnar

2016-01-26T17:22:59+00:00

(The Order of Merit of the Federal Republic of Germany, 1988)   Vigdís fór í opinbera heimsókn til Þýskalands árið 1988. Richard von Weizsäcker, forseti Vestur-Þýskalands (og síðar sameinaðs Þýskalands), sæmdi hana þessari orðu við hátíðlega athöfn í forsetahöllinni í Bonn.  

Stórkrossstjarna spænsku orðunnar, Carlos III-orðan

2016-01-26T17:24:51+00:00

(Royal Order of Carlos III, Spain, 1985) Vigdís fór í opinbera heimsókn til Spánar 16. september 1985. Vigdís snæddi hádegisverð með Spánarkonungi Juan Carlos og fjölskyldu í heimilishöll þeirra, La Zarzuela-höllinni. Þar skiptust þau á orðum og gjöfum og Vigdís var sæmd Orðu Karls konungs III á bandi. Orðan er sú æðsta sem Spánverjar veita [...]

Stórkross frönsku heiðursfylkingarinnar

2016-01-26T17:31:22+00:00

(L'ordre national de la Légion d'Honneur, France, 1983) Vigdís fór í opinbera heimsókn til Frakklands 12.apríl 1983. François Mitterrand Frakklandsforseti tók á móti Vigdísi í Elysée-höll og sæmdi hana þessari æðstu orðu sem veitt er í Frakklandi. Að loknum viðræðum var henni boðið til Sorbonne-háskólans þar sem hún tók á móti heiðursmerki skólans við hátíðlega [...]

Hvíta rósin, Stórkrosskeðja Finnsku orðunnar

2016-01-26T17:32:19+00:00

(Knight Grand Cross with Collar of the Order of the White Rose, Finland, 1982) Í opinberri heimsókn sinni til Íslands, afhenti Mauno Koivisto Finnlandsforseti Vigdísi Stórkross finnsku Hvítu rósaorðunnar með keðju. Vigdís tók á móti honum á Bessastöðum þann 20. október 1982.

Load More Posts